Almenn umsókn

Umsóknir um almenn störf eru ávallt velkomnar, enda nauðsynlegt fyrir okkur að vita af góðu fólki sem vill vinna hjá ISAL í Straumsvík. Við bjóðum uppá störf í steypuskála, kerskála, skautvinnslu og efnisvinnslu. Unnið er á tvískiptum eða þrískiptum vöktum.

 

Í kerskálum er framleitt fljótandi ál í 480 kerum. Starfsfólk sinnir reglulegri þjónustu við kerin með sérsmíðuðum farartækjum. Helstu verkefni eru skautskipting, þekjun, raflausnarflutningur, skautbrúarlyfting og mælingar.

 

Í steypuskála er álið hreinsað, blandað í samræmi við óskir viðskiptavina og loks steypt í stangir. Starfsmenn starfsfólk sækir ál í kerskálana á sérútbúnum áltökubílum og sjá um steypun og undirbúning hennar.

 

Störfin henta öllum kynjum, eru fjölbreytt og krefjast nákvæmni en jafnframt mikillar öryggisvitundar. Við leggjum mikla áherslu á öryggi og heilsu starfsfólks en það er forsenda framúrskarandi árangurs. Við bjóðum upp á góðan og fjölskylduvænan vinnustað ásamt góðum launum fyrir rétta aðila.


Hæft, áhugasamt og jákvætt starfsfólk skapar öruggan og eftirsóknarverðan vinnustað.

 

 

Hæfniskröfur fyrir störf hjá ISAL:

- Bilpróf er skilyrði, lyftarapróf kostur
- Sterk öryggisvitund
- Frumkvæði
- Stundvísi, samviskusemi og hæfni í mannlegum samskiptum
- Góður skilningur á ferlum og reglum og færni til að fylgja þeim

  • Rio Tinto á Íslandi hf.
  • Straumsvík - Pósthólf 244
  • 222 Hafnarfjörður
  • Sími: 560 7000
  • Fax: 560 7070
  • Kt: 680466-0179
  • isal@riotinto.com